SORPANOS hlaut alþjóðleg verðlaun

Ragna I. Halldórsdóttir, Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Karen H. Kristjánsdóttir, Tom …
Ragna I. Halldórsdóttir, Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Karen H. Kristjánsdóttir, Tom Wlaschiha og Carlos Silva Filho varaforseti ISWA.

Auglýsingaherferð SORPU, THE SORPANOS, hafnaði í öðru sæti í keppni um Communication Awards á árlegri heimsráðstefnu ISWA (International Solid Waste Association) sem haldin var dagana 19-22. september í Novi Sad í Serbíu.

Í tilkynningu frá Sorpu kemur fram að á hverju ári heiðri ISWA framúrskarandi auglysingaherferðir sem stuðla að aukinni vitund almennings og sjálfbærri meðhöndlun úrgangs. Verðlaunin eru opin fyrir þátttöku bæði ISWA meðlima og aðila sem standa utan ISWA.

Dómnefndin fékk ellefu herferðir til umfjöllunar og munaði mjóu  á milli þriggja efstu sætanna. SORPA hafnaði í öðru sæti en  það var auglýsingaherferð frá Austurríki sem hafnaði í fyrsta sæti.

„SORPANOS herferðin byggir á þekktum minnum úr heimi smákrimma og ýmis konar ólánspésa.  Heimur skipulagðrar glæpastarfsemi er fullur af kunnuglegu myndefni og gamansömum staðalímyndumm“ segir í tilkynningunni. „Persónurnar í „Sorpanos" - herferð SORPU eru „Shady“ karakterar,  alveg hugsanlega glæpamenn, en við sjáum þá aldrei gera neitt ólöglegt, þess í stað sjáum við þá leggja metnað sinn í að flokka og skila úrgangi til endurvinnslu. Restin er háð ímyndunarafl áhorfandans.“

Það var  auglýsingastofan Brandenburg sem framleiddi auglýsingarnar sem hafa vakið mikil og mjög jákvæð viðbrögð og fékk SORPA m.a. tvo lúðra á Íslensku auglýsingaverðlaununum fyrir auglýsingarnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK