Vilja hækka eiginfjárviðmið eftir álagspróf

JPMorgan er einn af bönkunum átta sem taldir eru mikilvægir …
JPMorgan er einn af bönkunum átta sem taldir eru mikilvægir fyrir stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins. AFP

Hlutabréf stærstu banka Bandaríkjanna lækkuðu í dag eftir að seðlabanki landsins lagði til að hækka ætti eiginfjárviðmið bankanna. Álagspróf sem átta stærstu bankar landsins, sem sagðir eru mikilvægir fyrir stöðugleika alþjóðafjármálakerfisins, fóru í gegnum leiddi í ljós að þeir þyrftu sterkari eiginfjárstöðu til að geta staðist fjármálaáföll.

Bankarnir sem um ræðir eru Bank of America, Bank of New York Mellon, Citigroup, Goldman Sachs, JPMorgan Chase, Morgan Stanley, State Street og Wells Fargo. Lækkuðu bréf í JPMorgan um 2,2%, í Wells Frago um 1,9% og í Morgan Stanley um 2,8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK