Samstarf við kínverskan orkurisa

Frá vinstri: Haukur Harðarson, stjórnarformaður Arctic Green Energy, Zhang Shaoping, …
Frá vinstri: Haukur Harðarson, stjórnarformaður Arctic Green Energy, Zhang Shaoping, forstjóri Sinopec Star Petroleum Co., Ltd. og Jónas Ketilsson, staðgengill orkumálastjóra handsala samninginn í viðurvist Sigurðar I. Jóhannessonar, forsætisráðherra, Wang Yupu, stjórnarformanns Sinopec Group og Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi. Ljósmynd/Orkustofnun

Íslenska fyrirtækið Artic Green Energy, Orkustofnun og kínverska fyrirtækið Sinopec undirrituðu fyrir helgi samstarfssamning um samvinnu og samráð á sviði jarðvarmarannsókna. Samkomulagið felur í sér samvinnu á sviði rannsókna og þróunar, þjálfun jarðhitasérfræðinga og samvinnu milli íslenskra og kínverskra aðila á sviði jarðvarma.

Samstarf Sinopec og íslenskra aðila nær aftur til ársins 2005 þegar Glitnir og dótturfélag Sinopec tóku þátt í að stofna sameignarfélag um jarðvarmaveitu í borginni Xianyang í Shaanxi-héraði í Kína. Þá hafa Íslendingar byggt jarðvarmaveitu í Kína í samstarfi við Sinopec.

Í fréttatilkynningu frá Orkustofnun segir að á undanförnum árum hafi Orkustofnun unnið að uppbyggingu jarðhitaþekkingar í mörgum löndum, sérstaklega með starfi Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna til fjölda ára. 

Frá Kína hafa t.d. 84 sérfræðingar farið í gegnum sex mánaða nám skólans auk ótal námskeiða sem haldin hafa verið þar í landi síðastliðin ár,“ segir í tilkynningu. 

Sinopec er þriðja stærsta fyrirtæki heims skv. lista fjármálatímaritsins Forbes. Fyrirtækið telur yfir 800 þúsund starfsmenn og starfar á sviði olíu- og gas á landi, en hefur í auknum mæli verið að færa sig inn á svið endurnýjanlegrar orkuvinnslu undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK