Verður stærsti bjórframleiðandi heims

Sameinaða fyrirtækið mun halda nafni ABInBev og framleiða næstum því …
Sameinaða fyrirtækið mun halda nafni ABInBev og framleiða næstum því einn þriðja alls bjórs í heiminum. AFP

Kaup bjórframleiðandans Anheuser-Busch InBev‘s á keppinautnum SAB Miller, hafa verið samþykkt af hluthöfum og gengur í gegn í næsta mánuði. AB InBev mun borga 79 milljarða punda fyrir SAB Miller eða jafnvirði 11.700 milljarða íslenskra króna og verður þetta stærsta bjórframleiðslufyrirtæki heims eftir kaupin. Fyrirtækið mun halda AB InBev nafninu og framleiða næstum því einn þriðja af öllum bjór heims.

Samningurinn var samþykktur á síðasta ári en í júlí þurfti AB InBev að hækka tilboð sitt vegna gengisfalls pundsins eftir Brexit atkvæðagreiðslu. Hækkaði tilboðið frá einu pundi fyrir hvern hluta í 45 pund á hluta.

SABMiller framleiðir bjóra eins og Peroni, Pilsner Urquell og Grolsch á meðan AB InBev er þekkt fyrir framleiðslu á Stella Artois, Corona, Leffe og Beck's.

Til þess að fá kaupin samþykkt þurfti AB InBev þó að samþykkja að selja Peroni, Grolsch og Meantime til japanska drykkjavörufyrirtækisins Asahi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK