Mistökin höfðu mest áhrif á skuldabréf á markaði

Hagstofa Íslands.
Hagstofa Íslands. Þorkell Þorkelsson

„Ég held að almenningur verði voðalega lítið var við þetta í sjálfu sér. Þetta hefur mest áhrif á þá sem eru að kaupa og selja skuldabréf á markaði,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður hagfræðideildar hjá Landsbankanum, í samtali við mbl.is.

Mistök Hagstofunnar við útreikninga vísitölu neysluverðs varð til þess að taktur verðbólgu var umtalsvert vanmetinn síðustu sex mánuði. Daníel segir einna alvarlegast hvað þetta varðar að peningastefnunefnd Seðlabankans kunni að hafa tekið ákvörðun um stýrivexti út frá röngum forsendum.

Frétt mbl.is: Hagstofan gerði afdrifarík mistök

„Vísitalan var semsagt var að hækka hægar heldur en hún hefði átt að gera,“ segir Daníel en þannig hafi til dæmis verðtryggð skuldabréf verið seld á röngu verði á meðan mælingin var vitlaus.

Þeir græddu sem greiddu upp verðtryggð lán

Hvað verðtryggð húsnæðislán varðar segir Daníel að í sjálfu sér hafi mistökin komið sér vel fyrir þá sem greiddu upp lán á tímabilinu. „Alla vega þeir sem að greiddu upp lánin sín á milli mars og síðasta mánaðar, þeir græddu á þessu. Þeir voru að borga lægri upphæð en ætlað hefði verið,“ segir Daníel sem þó telur að ekki sé endilega um að ræða neinar stórar upphæðir.

Að öðru leiti telur Daníel að mistökin hafi lítil áhrif á lántakendur. „Hækkunin er að koma fram seinna heldur en hún hefði átt að gera því í sjálfu sér hefði verðtryggingin átt að kikka inn fyrr.“

Frétt mbl.is: Um mannleg mistök að ræða

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK