Vilja banna sjóðfélagalán

Bankarnir fjármagna fasteignalán með útgáfu sértryggðra skuldabréfa.
Bankarnir fjármagna fasteignalán með útgáfu sértryggðra skuldabréfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtök fjármálafyrirtækja hafa beint því til Alþingis að lífeyrissjóðum verði gert óheimilt að fjárfesta eignir sínar í beinum lánveitingum til einstaklinga og fyrirtækja.

Þetta kemur fram í umsögn sem samtökin sendu efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

Til vara leggja samtökin það til að veðmörk á lánum í íbúðarhúsnæði verði lækkuð úr 75% í 65% og að hámarks veðsetning í annars konar húsnæði, en undir það falla frístundahús og atvinnuhúsnæði, verði 35% en í dag eru veðmörkin þar 50%. Telja samtökin að æskilegra væri að fjármögnun lífeyrissjóða á lánsfé til heimila og fyrirtækja færi fram í gegnum fjárfestingar í markaðsskráðum fjármálagerningum á borð við sértryggð skuldabréf.

Frumvarpið, sem lagt er fram af fjármála- og efnahagsráðherra, hefur það að markmiði að auka svigrúm lífeyrissjóða til fjárfestinga, m.a. í óskráðum bréfum og sértryggðum skuldabréfum og til að lána út verðbréf. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur hins vegar verið mjög tvístígandi í afstöðu sinni til ákveðinna þátta í frumvarpinu og meðal annars gagnrýnt auknar heimildir sjóðanna til fjárfestinga í sértryggðum skuldabréfum, útgefnum af lánastofnunum, að því er fram kemur í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK