Smálán tekið til gjaldþrotaskipta

Smálán ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en það sérhæfði sig í svokölluðum smálánum. Í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að búið hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta 21. september en skiptafundur fer fram 29. desember. 

Fyrirtækið hefur verið nokkuð í umræðunni síðustu ár en árið 2014 höfðaði það ásamt smálánafyrirtækinu Kredía ehf. mál á hend­ur Neyt­enda­stofu. Fyrirtækin vildu láta ógilda ákvörðun áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála sem snýr að út­reikn­ingi á heild­ar­lán­töku­kostnaði. Neytendastofa var sýknuð af kröfum fyrirtækjanna.

Fyrri frétt mbl.is: Smálánafyrirtæki í hart við Neytendastofu

Þá tók Neytendastofa ákvarðanir í maí um að sömu fyrirtæki, Kredía og Smálán, hefðu brotið gegn lögum um neytendalán við útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og upplýsingagjöf til neytenda í tengslum við lán sem félögin veita neytendum. 

Félögin kærðu ákvarðanirnar til áfrýjunarnefndar neytendamála og voru þær flestar staðfestar af nefndinni.

Fyrri frétt mbl.is: Staðfesti ákvarðanirnar að mestu leyti

Smálán ehf. er í 100% eigu DCG ehf. sem er í eigu Leifs Alexanders Haraldssonar. Fyrirtækið tengist Kredía nánum böndum en Slóvakinn Mario Megela er skráður stjórnarmaður og framkvæmdastjóri í báðum félögunum. Leifur Alexander stofnaði hinsvegar bæði félögin, Kredíu 2009 en Smálán 2012.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK