Tjarnargatan verðlaunuð í Berlín

Starfsmenn Tjarnargötunnar. Í báðum flokkum var fyrirtækið að etja kappi …
Starfsmenn Tjarnargötunnar. Í báðum flokkum var fyrirtækið að etja kappi við þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Vodafone, Lufthansa og HSBC.

Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan vann til tveggja verðlauna nýverið á hinum virtu Digital Communication verðlaunum sem haldin voru í Berlín. Verðlaunin voru fyrir „Hold Fokus” herferðina sem Tjarnargatan vann fyrir norska tryggingarfyrirtækið Gjensidige, Trygg Trafik og PR-opertørene en hún er byggð á herferðinni Höldum Fókus sem vakti gríðarlega athygli hér á landi. 

Herferðin var tilnefnd til tveggja verðlauna á Digital Communication verðlaununum og sigraði herferði í báðum flokkum, en þeir voru „Nýsköpun ársins” og „Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja”.

Í báðum flokkum var fyrirtækið að etja kappi við þekkt alþjóðleg fyrirtæki á borð við Vodafone, Lufthansa og HSBC.

Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í hinu þekkta Kino International kvikmyndahúsi í Berlín í gærkvöldi. 

„Hold Fokus” herferðin hefur áður unnið til verðlauna í Noregi auk þess sem herferðin hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna, t.d. Digiday verðlaunanna í Bandaríkjunum, auk hinna evrópsku Sabre og European Excelennce verðlauna.

Herferðin bendir á hættur þess að nota farsíma undir stýri og eftir að hún var sett af stað í Noregi spratt um mikil umræða um ökumenn sem halda ekki athygli við akstur vegna farsíma þar í landi. Talið er að herferðin hafi fengið um 30 milljón birtingar og var hún lofsungin af mörgum af helstu fjölmiðlum Noregs.

Herferðin var upphaflega framkvæmd á Íslandi undir nafninu “Höldum fókus” og vakti hún þá gríðarlega athygli, en um 35.000 einstaklingar dreifðu herferðinni á samfélagsmiðlum. Tjarnargatan kynnti svo nýverið nýjan lið í Höldum fókus sem braut blað í notkun Snapchat samfélagsmiðilsins sem markaðstóls á Íslandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK