Eldur í síma um borð í flugvél

Eigandi símans segist hafa hent honum á gólf vélarinnar er …
Eigandi símans segist hafa hent honum á gólf vélarinnar er eldur kviknaði í honum. Ljósmynd/Brian Green

Rýma þurfti flugvél á flugvelli í Kentucky eftir að eldur kviknaði í snjallsíma af gerðinni Galaxy Note 7 sem var í eigu eins farþegans.

Samsung hefur innkallað 2,5 milljónir síma af þessari tegund vegna kvartana um að rafhlöður í handfrjálsum búnaði þeirra hafi sprungið. Með því að tengja nýtt símtæki búnaðinum átti vandamálið að vera úr sögunni.

Í gær þurfti hins vegar að rýma flugvél frá flugfélaginu Southwest Airlines en vélin var í þann mund að taka á loft frá Louisville í Kentucky er mikinn reyk tók að leggja frá Samsung-síma eins farþegans.

Eigandi símans, Brian Green, segir að síminn hafi verið nýr, hann hafi fengið hann þann 21. september í stað síma sem var innkallaður. Máli sínu til stuðnings birti hann mynd af kassanum utan af símanum sem er merktur með svörtum ferningi er táknar að um nýjan, yfirfarinn síma sé að ræða. 

Um 60% eigenda Samsung Galaxy Notes 7-síma í Bandaríkjunum eru þegar sagðir hafa skipt út símum sínum í kjölfar innköllunarinnar.

Sími af tegundinni Samsung Galaxy Note7 sem sprakk í höndum …
Sími af tegundinni Samsung Galaxy Note7 sem sprakk í höndum eiganda síns í Seoul í Suður-Kóreu. AFP

Í frétt AFP kemur fram að Green hafi verið búinn að slökkva á símanum sínum fyrir flugtak. Þetta hafa sjónarvottar staðfest, m.a. í samtali við New York Times. 

Skemmdir vegna sprengingarinnar sem varð í símanum eru það miklar að ekki var hægt að bera kennsl á tegund hans í fljótu bragði, að sögn þeirra sem fara með rannsókn málsins. 

„Þar sem við höfum ekki enn fengið tækið til skoðunar getum við ekki staðfest að þetta tilvik tengist nýjum Note 7-síma,“ segir í yfirlýsingu frá Samsung.

Samsung vinnur í samstarfi við flugfélagið að því að upplýsa málið. 

Innköllunin er sú fyrsta sem Samsung þarf að gera vegna snjallsíma sinna. Samsung er stærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum. 

Talið er að innköllunin geti kostað fyrirtækið 3 milljarða dollara, um 342 milljarða íslenskra króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK