Hótelið við hlið Hörpu opnar í lok árs 2018

Á hót­el­inu verða 250 her­bergi og veislu- og fund­ar­sal­ir, fjöldi …
Á hót­el­inu verða 250 her­bergi og veislu- og fund­ar­sal­ir, fjöldi veit­ingastaða og heilsu­lind­ir en fram­kvæmd­ir hóf­ust fyrr á þessu ári.

Fjármögnun á byggingu Marriott EDITION hótels sem rísa mun við Austurhöfn 2 við hlið Hörpu er lokið og ráðgert er að hótelið opni í lok árs 2018.

Bandaríska fasteignaþróunarfélagið Carpenter & Company festi kaup á lóðinni á síðasta ári og samdi í kjölfarið við Marriott International um rekstur á hótelinu, sem verður starfrækt undir vörumerkinu EDITION.

Fyrri frétt mbl.is: Birti teikningar af Marriott hótelinu

Í tilkynningu kemur fram að Carpenter & Company hafi á að skipa reynslumiklu teymi sem tekið hefur þátt í þróun og byggingu fjölda sambærilegra hótela og er nú m.a. að byggja 60 hæða hótel og íbúðaturn í miðborg Boston. Marriott International rekur yfir 5.700 hótel í 110 löndum og mun í krafti reynslu sinnar setja mark sitt á íslenskan hótelmarkað. Yfir 85 milljónir ferðalanga eru aðilar að fríðindakerfi Marriott og því verður til nýr snertiflötur íslensks ferðamanniðnaðar við erlenda ferðamenn.

SÍA III, framtakssjóður í rekstri Stefnis, verður leiðandi fjárfestir í félagi sem verður eigandi fasteignar og rekstrar hótelsins. Aðrir fjárfestar eru, auk Carpenter & Company, erlendir og innlendir einkafjárfestar og stofnanafjárfestar.

Arion banki veitti Carpenter & Company ráðgjöf og hafði umsjón með fjármögnun verkefnisins.

í tilkynningunni er vitnað í Richard Friedman, forstjóra Carpenter & Company Inc sem segir að hótelið muni taka mið af einstakri staðsetningu þess við Hörpu.

„Ég er afar spenntur yfir því að þessum áfanga er náð. Undirbúningur byggingar fyrsta alþjóðlega fimm stjörnu hótelsins á Íslandi er nú í fullum gangi. Við munum sjá til þess, ásamt íslenskum samstarfsaðilum okkar arkitektum og verktökum, að hótelið taki mið af einstakri staðsetningu þess við hlið Hörpu,“ er haft eftir Friedman.

Dagur B. Eggertsson birti teikningar af hótelinu á kynn­inga­fundi um upp­bygg­ingu um at­vinnu­hús­næði í borg­inni í morg­un und­ir yf­ir­skrift­inni At­hafna­borg í örum vexti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK