„Hérna er tæknin á fremsta hlunni“

„Hérna er tæknin á fremsta hlunni, þetta er mikill þrýstingur, það er mikill hiti. Við erum með gös sem ekki mega blandast og vökva sem ekki mega blandast í bland við gríðarlegt magn af raforku svo að þetta er virkilega krefjandi,“ segir vélvirkinn Magnús Finnbjörnsson um starfið hjá Carbon Recycling International.

Í verksmiðju CRI er koltvísýringi breytt í metanólvökva sem svo er nýttur í eldsneyti og iðnað af ýmsu tagi. Magnús sér um rekstur og viðhald á vélbúnaði á meðan verksmiðjan framleiðir metanólið. Verksmiðjan er einstök á heimsvísu og því þarf gjarnan að bæta við hana íhlutum eða viðbótum sem kemur oft í hlut Magnúsar sem segir það afar spennandi að starfa í nýsköpunarumhverfi.

Utan vinnu veit hann fátt skemmtilegra en að taka af stað í sandspyrnu eða kvartmílu þar sem bílarnir ná ríflega 200 km hraða á einungis nokkrum sekúndum.

Magnús hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK