Ein af hverjum átta íbúðum í leigu á Airbnb

Í fyrra var hlutfall Airbnb um 16% á gistimarkaðinum hér …
Í fyrra var hlutfall Airbnb um 16% á gistimarkaðinum hér á landi. AFP

Ein af hverjum átta íbúðum í miðborg Reykjavíkur er í útleigu á vefnum Airbnb. Það þýðir að tæp 12,5% af heildarfjölda íbúða á svæðinu eru notaðar í þennan þátt ferðaþjónustunnar. Hlutfall íbúða á Airbnb í allri borginni er ein á móti hverri 23 íbúðum, eða sem nemur um 4,4%. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Íslandsbanka um íbúðamarkaðinn á Íslandi.

Í skýrslunni er hlutfallið skoðað eftir póstnúmerum. Er það langhæst í 101, en þar er sem fyrr segir um 12,5% allra íbúða í leigu á Airbnb. Í Vesturbænum, eða póstnúmeri 107, er hlutfallið nokkuð lægra eða 5,2% og í gamla Austurbænum, póstnúmeri 105, er hlutfallið 4,1%. Í þessum þremur póstnúmerum er samtals 1 af hverjum 13 íbúðum í leigu á Airbnb, eða 7,9% allra íbúða.

Skýrsluhöfundar segja þessa þróun, til viðbótar við fjölgun hótela og annars konar gistiþjónustu sem hafi skert lóðaframboð sem annars var í boði, hafa myndað þrýsting til hækkunar á íbúðaverði. Sérstaklega sé um að ræða miðbæinn, þar sem ferðamenn vilji helst gista.

Mynd/Íslandsbanki
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK