Mesta verðhækkun á fatnaði í sex ár

Verð á fatnaði hefur ekki hækkað svo mikið á einum …
Verð á fatnaði hefur ekki hækkað svo mikið á einum mánuði í sex ár. CARL COURT

Verðbólgan mælist 1% í Bretlandi og jókst frá fyrra mánuði úr 0,6%. Þetta er mesta verðbólga þar í landi í tvö ár en í sögulegu samhengi er ekki um mikla verðbólgu að ræða, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Bretlands. Verðhækkun á fatnaði og eldsneyti skýrir hækkun milli mánaða.

Í tilkynningu frá Hagstofunni segir að það sé einkum verðhækkun á kvenmannsyfirhöfnum sem hafði áhrif til hækkunar en þetta er mesta hækkun á milli mánaða í rúm tvö ár. Jafnframt hefur verð á hótelgistingu hækkað og verð á eldsneyti. Ekki eru neinar öruggar vísbendingar um að lækkun á gengi pundsins hafi haft veruleg áhrif til hækkunar á verði dagvöru. 

Verð á fatnaði hefur ekki hækkað um svo mikið á einum mánuði í sex ár, samkvæmt frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK