Þróa rafrútur fyrir íslenskar aðstæður

Rafdrifin hópferðabifreið.
Rafdrifin hópferðabifreið.

Gray Line á Íslandi og kínverski rafbílaframleiðandinn BYD hafa samið um þróun á rafdrifnum rútum sem henta íslenskum aðstæðum. Gray Line horfir ekki síst til rafknúins aksturs á leiðinni milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar, samkvæmt fréttatilkynningu.

„Samningurinn snýst um að Gray Line miðli upplýsingum um kröfur íslenska markaðarins til BYD og vinni með kínverska fyrirtækinu að þróun á rafdrifnum hópferðabíl sem uppfyllir þær. Markmið Gray Line á Íslandi er að áætlunarferðum fyrirtækisins milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar verði alfarið sinnt með rafdrifnum rútum.

Í samningnum er einnig ákvæði um markaðssetningu á rafdrifnum fólksbílum frá BYD fyrir bilaleigumarkaðinn. Þar er horft til bíla eins og BYD e6 sem er með mjög langdræga hleðslu og hentar því vel fyrir ferðamenn hvort sem um er að ræða ferðir út frá höfuðborgarsvæðinu eða hringinn í kringum landið,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK