Dýrari staðir taka síður þátt

Þriðjungur dekkjaverkstæða neituðu þátttöku í verðlagskönnun ASÍ í vikunni.
Þriðjungur dekkjaverkstæða neituðu þátttöku í verðlagskönnun ASÍ í vikunni. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Algengara er að dýrari fyrirtæki neiti að taka þátt í verðlagskönnunum ASÍ en þau ódýrari. „Það er samansem merki þarna á milli. Ef þú hefur komið illa út ertu ekkert endilega jákvæður fyrir því að vera borin aftur saman við aðra,“ segir Kristjana Birgisdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ í samtali við mbl.is en í gær var sagt frá því að um þriðjungur dekkjaverkstæða hafi neitað þátttöku í könnun verðlagseftirlits ASÍ fyrr í vikunni. Kristjana segir að verðlagseftirlitinu sé almennt tekið mjög vel en að það séu helst dekkjaverkstæði og bóksalar sem neita að taka þátt.

Að sögn Kristjönu fer verðlagseftirlitið út á markaðinn til þess að skoða verð á vörum í matvöruverslunum, apótekum og fisksölum og er eins og fyrr segir oftast vel tekið. „Við erum langoftast að kanna verð á mat, í um 50% tilfella,“ segir Kristjana en bætir við að stór hluti eftirlitsins sé einnig að gera samanburð á verðskrám  sveitarfélaga, orkufyrirtækja og íþróttafélaga.

Fyrri frétt mbl.is: Þriðjungur neitar þátttöku í verðkönnun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK