Heimilin stóðu undir tekjunum

Norðurál á Grundartanga.
Norðurál á Grundartanga. mbl.is/Brynjar Gauti

Norðurál keypti í fyrra 77% af orkunni sem virkjanir Orkuveitu Reykjavíkur framleiddu. Samtals greiddi fyrirtækið 4,9 milljarða króna, sem er 41% af tekjum Orkuveitunnar af raforkusölu.

Heimili og lítil fyrirtæki, sem stunda viðskipti við OR, stóðu því undir 59% af tekjunum, þrátt fyrir að kaupa aðeins 23% orkunnar, að því er Viðskiptablaðið greinir frá.

Gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur til þeirra hefur hækkað um 55% frá árinu 2010. Samningar Norðuráls hafa verið óbreyttir í mörg ár og gilda til 2028 og 2035. Fyrirtækið borgar 15 til 16 dollara fyrir megavattstundina, samkvæmt Viðskiptablaðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK