Nestlé spáir minni vexti en áður

Sölutekjur Nestlé fyrstu níu mánuði ársins námu 65,51 milljarði svissneskra …
Sölutekjur Nestlé fyrstu níu mánuði ársins námu 65,51 milljarði svissneskra franka, andvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna. AFP

Svissneska fyrirtækið Nestlé hefur lækkað árlega vaxtarspá sína og spáir því nú að vöxturinn verði 3,5%. Í ágúst hafði því verið spáð að vöxturinn yrði 4,2%.

Nestlé er einn stærsti súkkulaði- og kaffiframleiðandi heims, eigandi vörumerkja eins og Nespresso og KitKat. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hægt sé að tengja breytta vaxtarspá við breytt umhverfi á markaðinum sem hefur valdið því að verð á mat hefur lækkað.

Sölutekjur fyrirtækisins fyrstu níu mánuði ársins námu 65,51 milljarði svissneskra franka, andvirði um 7.500 milljarða íslenskra króna. Það er hækkun milli ára en á sama tíma í fyrra voru sölutekjurnar 64,86 milljarðar svissneskra franka.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK