„Meira á hverri rúllu“ sönnuð fullyrðing

Neytendastofa taldi að fullyrðingin „meira á hverri rúllu“ hefði fullnægjandi …
Neytendastofa taldi að fullyrðingin „meira á hverri rúllu“ hefði fullnægjandi stoð í gögnum sem lögð voru fram í málinu. Hún væri því sönnuð og ekki villandi gagnvart neytendum. mbl.is/Eyþór

Neytendastofa taldi ekki ástæðu til aðgerða í erindi sem barst stofnuninni frá Papco hf. þar sem kvartað var yfir markaðssetningu keppinautarins. Taldi Papco að slagorð John Lindsay hf. á Andrex salernispappír, „meira á hverri rúllu“ og merking á 12 rúllu umbúðum salernispappírsins með orðunum „3 rolls free“ væru villandi gagnvart neytendum. Þá taldi Papco að skjáauglýsingar John Lindsay væru villandi því þar kæmi ekki fram söluverð salernispappírsins. 

Greint er frá þessu á vef Neytendastofu.

Neytendastofa taldi að fullyrðingin „meira á hverri rúllu“ hefði fullnægjandi stoð í gögnum sem lögð voru fram í málinu. Hún væri því sönnuð og ekki villandi gagnvart neytendum. Neytendastofa taldi einnig að þar sem John Lindsay selji til smásala 9 rúllu pakkningar á sama verði og 12 rúllu pakkningar hafi félagið gert viðeigandi ráðstafanir til þess að smásölum væri unnt að standa við fullyrðinguna „3 rolls free“. Þá kemur fram í ákvörðun Neytendastofu að þar sem John Lindsay er heildsali og seldur vörur sínar ekki beint til neytenda hafi fyrirtækið ekki getað gefið upp verðupplýsingar í auglýsingum enda séu verð mismunandi milli verslana. Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til aðgerða í málinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK