AT&T og Time Warner ná samkomulagi

AT&T sækir inn á afþreyingarbransann með kaupunum á Time Warner.
AT&T sækir inn á afþreyingarbransann með kaupunum á Time Warner. AFP

Bandaríska fjarskiptafyrirtækið AT&T inc. hefur náð samkomulagi um kaup á fjölmiðla-og afþreyingarfyrirtækinu Time Warner inc. og nemur tilboðið um 105-110 dölum á hlut samkvæmt fréttavef Wall Street Journal

Yfirtakan verður tilkynnt von bráðar og jafnvel í kvöld að mati heimildarmanna WSJ. Stjórnir beggja fyrirtækja hittust í dag til að ganga frá kaupunum sem skiptast í reiðufé og hlutabréf til helminga og eru yfir 80 milljarða dala virði. 

Með kaupunum ryður AT&T sér leið í afþreyingarbransann en þau þykja einnig mikill sigur fyrir Jeff Bewkes, forstjóra Time Warner, sem aflaði sér óvinsælda meðal fjárfesta fyrir tveimur árum þegar hann hafnaði yfirtökutilboði frá 21st Century Fox sem hljóðaði upp á 85 dali á hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK