24 karata Pikachu til sölu

Pokémon hannaði spjaldið í samstarfi við japanska skartgripaframleiðandann Ginza Tanaka …
Pokémon hannaði spjaldið í samstarfi við japanska skartgripaframleiðandann Ginza Tanaka en það er framleitt í takmörkuðu magni.

Í tilefni af tuttugu ára afmæli Pokémon hefur verið framleitt Pokémon-spjald úr gulli, sem skartar engum öðrum en sjálfum Pikachu. Spjaldið er gert úr 11 grömmum af 24 karata gulli og fylgir með því sérstakt box og akrýlhúðaður standur.

Pokémon hannaði spjaldið í samstarfi við japanska skartgripaframleiðandann Ginza Tanaka, en það er framleitt í takmörkuðu magni. Aðeins verður hægt að panta spjaldið í tuttugu daga.

Spjaldið er ekki beint ókeypis, en það mun kosta Pokémon-aðdáendur um 200.000 japönsk jen, þ.e. 220.000 íslenskar krónur.

Frétt Business Insider.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK