Geta ekki sagt já í dag

Paul Magnette ræðir við fréttamenn í dag.
Paul Magnette ræðir við fréttamenn í dag. AFP

Belgar munu ekki geta undirritað fríverslunarsamning milli Evrópusambandsins og Kanada, en í dag neituðu stjórnvöld í Vallóníu að samþykkja samninginn. Forsætisráðherra Belgíu, Charles Michel, greindi frá þessu.

„Við erum ekki í aðstæðum til þess að skrifa undir CETA,“ sagði Michel, en það er heiti samningsins sem hefur verið í smíðum í sjö ár. Að sögn ráðherrans samþykktu belgísk stjórnvöld samninginn ásamt samfélagi Þjóðverja í Belgíu og hollenskumælandi hluta landsins, Flæmingjalands. Hins vegar sagði borgarstjórn Brussel nei ásamt fyrrnefndri Vallóníu, frönskumælandi hluta landsins.

Leiðtogi Vallóníu, Paul Magnette, sagðist ekki geta samþykkt CETA undir þeim þrýstingi sem væri frá Evrópusambandinu. Að sögn Magnette hafði Michel sagt að Donald Tusk, forseti ESB, hefði viljað svar í dag. „Það er augljóst að í þessum aðstæðum get ég ekki sagt „já“ í dag,“ sagði Magnette.

Samn­ing­ur­inn snýst um að fella niður gjöld á flest­um vör­um í viðskipt­um milli Evr­ópu­sam­bands­ins og Kan­ada. Hann nýtur stuðnings allra aðild­ar­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins en stjórn­völd í Vallóníu í Belg­íu hafa komið í veg fyr­ir und­ir­rit­un þarlendra stjórn­valda. Hafa þau lýst yfir þung­um áhyggj­um vegna yf­ir­vof­andi inn­flutn­ings á svína- og nauta­kjöti frá Kan­ada, og því að deil­ur milli ríkja og er­lendra fjár­festa verða út­kljáðar af sér­stök­um dóm­stól­um.

Fyrri frétt mbl.is: Viðræður um Ceta á þunnum ís

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK