Hildur nýr markaðsstjóri BIOEFFECT

Hildur lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og …
Hildur lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og námi í vöruþróun og markaðsmálum frá F.I.D.M. í Los Angeles.

Hildur Ársælsdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri BIOEFFECT, sem er dótturfyrirtæki ORF Líftækni.

Hildur er 28 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og þekkingu af markaðsmálum fyrir þekkt merki í snyrtigeiranum. Hún starfaði nú síðast hjá snyrtivörurisanum L’Oréal í skandinavísku höfuðstöðvum fyrirtækisins í Kaupmannahöfn. Hildur hefur starfað síðustu 10 ár fyrir þekkt merki eins og Helena Rubenstein, Urban Decay, NYX, La Roche Posay, Ole Henriksen og Redken í Kaupmannahöfn, París og Los Angeles.

Í tilkynningu frá BIOEFFECT kemur fram að Hildur hafi stundað nám á Íslandi, í Danmörku, Bandaríkjunum og Frakklandi. Hún lauk námi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og námi í vöruþróun og markaðsmálum frá F.I.D.M. í Los Angeles.

ORF Líftækni er leiðandi líftækni fyrirtæki sem hefur þróað nýstárlega aðferð til að framleiða verðmæt, sérvirk prótein sem eru notuð í húðvörurnar BIOEFFECT og til líf- og læknisfræðirannsókna víða um heim. Aðferðin er afrakstur öflugs vísinda- og þróunarstarfs hjá fyrirtækinu undanfarin ár og byggir á því að nota fræ byggplöntunnar sem smiðju fyrir þessi prótein. Hjá ORF Líftækni og dótturfyrirtæki þess starfa nú um 45 starfsmenn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK