Milljóna króna hagnaður hjá Reðasafninu

Það kennir ýmissa grasa á reðasafninu.
Það kennir ýmissa grasa á reðasafninu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hið íslenska reðasafn ehf. hagnaðist um 8,09 milljónir á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 2,35 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi safnsins, sem er að fullu í eigu Hjart­ar Gísla Sig­urðsson­ar, son­ar stofnandans Sig­urðar Hjart­ar­sonar.

Tekj­ur safns­ins fyr­ir af­skrift­ir, fjár­magns­tekj­ur og fjár­magns­gjöld á síðasta ári námu 9,76 milljónum, en þær voru 7,22 milljónir árið 2014. Umtalsverð uppsveifla varð á rekstrinum árið 2014, þegar hagnaðurinn jókst um 4,3 millj­ón­ir króna milli ára.

Í árs­lok 2015 voru eign­ir safns­ins metn­ar á 19,2 milljónir króna sam­an­borið við 10 millj­ón­ir króna árið áður.

Skuld­irn­ar hækkuðu töluvert milli ára og námu 6,8 milljónum króna miðað við  1,7 millj­ón­ir árið á undan. Hand­bært fé í lok árs nam 16,3 milljónum króna í lok árs miðað við 9,6 milljónir árið á undan.

Á heimasíðu Reðasafns­ins kem­ur fram að Sig­urður hafi lagt grunn­inn að safn­inu árið 1974. Ein­tök­um fjölgaði hægt í byrj­un og árið 1980 voru þau 13 tals­ins, fjög­ur af hvöl­um og níu af land­spen­dýr­um. Árið 1990 voru þau orðin 34 og þegar safnið var opnað í Reykja­vík í ág­úst 1997 voru ein­tök­in sam­tals 62. Vorið 2004 var safnið flutt til Húsa­vík­ur.

Safnið var flutt aft­ur til Reykja­vík­ur á haust­dög­um 2011 og er nú til húsa að Lauga­vegi 116.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK