11% söluvöxtur hjá Össuri

Sala Össuar á þriðja ársfjórðungi nam 15,6 milljörðum króna.
Sala Össuar á þriðja ársfjórðungi nam 15,6 milljörðum króna. Ómar Óskarsson

Söluvöxtur Össurar hf. nam 11% á þriðja ársfjórungi þessa árs miðað við árið í fyrra, þar af var 5% innri vöxtur en hvort tveggja er mælt í staðbundinni mynt. Salan nam 129 milljónum Bandaríkjadala, eða um 15,6 milljörðum íslenskra króna.

„Söluvöxtur á þriðja ársfjórðungi var góður. Sala á stoðtækjum var einstaklega góð og var drifin áfram af bionic vörum og vörunýjungum,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóri Össurar, í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. 

„Í september festum við kaup á Medi Prosthetics, sem framleiðir og selur mekanísk stoðtæki á heimsvísu. Með þessum kaupum bjóðum við enn betra vöruúrval og styrkjum stöðu okkar frekar á stoðtækjamarkaðinum. Rekstraráætlun ársins hefur verið uppfærð vegna tímabundinna áhrifa frá nýlegum fyrirtækjakaupum sem og neikvæðum áhrifum vegna styrkingu íslensku krónunnar á framlegð fyrirtækisins.”

EBITDA nam 24 milljónum Bandaríkjadala (3,0 milljörðum íslenskra króna) eða 19% af sölu. Hagnaður nam 13 milljónum Bandaríkjadala (1,6 milljörðum íslenskra króna) eða 10% af sölu.

Þá eru kaup Össurar á Medi Prosthetic sögð hafa eingöngu áhrif á rekstrarreikning samsteypunnar í þeim mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK