Færri kaupa iPhone en áður

AFP

Sölutekjur tæknirisans Apple hafa nú minnkað milli ára, í fyrsta skipti frá árinu 2001. Sölutekjurnar á fjárhagsárinu sem lauk 30. september námu 216 milljörðum Bandaríkjadala og eru þær töluvert lægri en fyrir ári, þegar Apple sló met með sölutölum upp á 234 milljarða Bandaríkjadala.

Minnkandi sölutölur eru tengdar við minnkandi sölu á iPhone-símunum, sem hafa lengi verið helsta tekjulind Apple.

Apple seldi 45,5 milljónir iPhone-síma á síðasta ársfjórðungi fjárhagsársins en á sama tíma fyrir ári seldust 48 milljónir iPhone-síma. Þetta er þriðji fjórðungurinn í röð sem sölutölur og hagnaður Apple minnka.

Þessar fregnir hafa ýtt undir áhyggjur sérfræðinga þess efnis að snjallsímamarkaðurinn sé orðinn gegnsýrður og að neytendur séu lengur að nota hvern tíma.

Framkvæmdastjóri Apple, Tim Cook, greindi þó frá því á dögunum að eftirspurnin eftir nýjasta iPhone-símanum, iPhone 7, væri meiri en framboðið, sérstaklega á iPhone 7 Plus.

Sala á Apple-vörum í Kína féll um 30% milli ára vegna aukinnar samkeppni við snjallsímaframleiðendur þar í landi, eins og Xiaomi og Huawei.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK