Hækkaði lánshæfimat Íslandsbanka

„Jákvæðar horfur á einkunn bankans endurspegla jákvæða þróun í íslensku …
„Jákvæðar horfur á einkunn bankans endurspegla jákvæða þróun í íslensku efnahagslífi og bankakerfinu, og að bankinn viðhaldi öflugum eiginfjárhlutföllum meðan bankinn undirbýr sig fyrir mögulegt söluferli,“ segir í tilkynningunni. mbl.is/Hjörtur

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur hækkað lánshæfismat Íslandsbanka í BBB/A-2 úr BBB-/A-3 með jákvæðum horfum. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir að hækkun á lánshæfismati bankans byggi að mestu á batnandi rekstrarumhverfi í íslenska bankakerfinu, lækkandi skuldastöðu fyrirtækja og heimila og auknu aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum. Af þessum sökum hækkar kjölfestueinkunn (e. anchor) fyrir íslenskar fjármálastofnanir um tvö þrep (e. notch) í bbb- úr bb+, sem myndar grunninn að lánshæfismati Íslandsbanka.

„Jákvæðar horfur á einkunn bankans endurspegla jákvæða þróun í íslensku efnahagslífi og bankakerfinu, og að bankinn viðhaldi öflugum eiginfjárhlutföllum meðan bankinn undirbýr sig fyrir mögulegt söluferli,“ segir í tilkynningunni.

S&PGR greina enn fremur frá því að eiginfjárstaða Íslandsbanka sé afar sterk. Einkunn bankans fyrir eigið fé og rekstur (e. capital and earnings) fer því í ‘mjög sterk’ úr ‘sterk’, sem hækkar kjölfestueinkunn hans í 'bbb+', sem er tveimur þrepum ofar en bbb- kjölfestueinkunnin. En í ljósi mögulegra breytinga á framtíðareignarhaldi og eiginfjárhlutföllum kemur til aðlögun um eitt þrep sem leiðir af sér lánshæfismatseinkunnina BBB. Vogunarhlutfall Íslandsbanka er afar gott í alþjóðlegum samanburði og nefnir S&PGR að það geti verið tækifæri fyrir Íslandsbanka að ná fram hagstæðari samsetningu á eiginfjárgrunni bankans til undirbúnings fyrir mögulegt söluferli.

Í gær var sagt frá því að S&P hefði hækkað lánshæfismat Arion banka og Landsbankans. Lánshæfimat Arion banka var hækkað úr úr BBB- í BBB með jákvæðum horfum og lánshæfimat Landsbankans úr BBB-/A-3 í BBB/A-2, einnig með jákvæðum horfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK