Lambakjöt seldist upp á netinu

Lambakjötið seldist fljótt upp.
Lambakjötið seldist fljótt upp. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það sem fór inn á síðuna seldist allt upp,“ segir Vignir Már Lýðsson, framkvæmdastjóri Kjötborðsins, sem er markaðstorg fyrir íslenskar landbúnaðarvörur á slóðinni kjotbordid.is.

„Við byrjuðum hins vegar svo seint að margir bændur voru búnir að fastsetja hvað þeir ætluðu að taka til baka frá afurðastöðinni. Þannig að það var fremur lítið magn í boði, eitthvað rúmlega 50 skrokkar af lambakjöti,“ segir hann enn fremur.

Vignir segir Kjötborðið nýta nú tímann í að undirbúa fjölbreyttara vöruframboð. „Við erum í viðræðum við nautgripabændur og gæsa- og hreindýraskyttur. Við finnum fyrir mjög miklum áhuga þeirra á meðal og sem afrakstur þess má vænta að á næstu dögum aukist framboðið og fjölbreytnin hjá okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK