Nafnabirting í nýrri uppfærslu Já.is

Nafnabirtingin sýnir hver er að hringja.
Nafnabirtingin sýnir hver er að hringja. Mynd/Já.is

Ný  iOS-uppfærsla af Já.is appinu kom út í dag og er appið meðal þeirra fyrstu á heimsvísu sem innihalda nafnabirtingu fyrir iPhone-síma.

Nafnabirting gefur notendum kost á því að sjá hver er að hringja áður en símtali er svarað. Í þessari útgáfu appsins bætast einnig við 360° myndir á samskiptasíðum einstaklinga og fyrirtækja, að því er kemur fram í tilkynningu.

„Það hefur verið mikil eftirvænting eftir þessari uppfærslu enda hefur nafnabirting verið í Android-útgáfu appsins um nokkurt skeið. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að bjóða iPhone-notendum þessa þjónustu vegna takmarkana í iOS stýrikerfinu,“ segir Margrét Gunnlaugsdóttir, viðskiptaþróunarstjóri Já.

„Í haust kom út nýtt stýrikerfi fyrir iPhone, iOS 10, sem gerir það kleift að bæta við nafnabirtingu. Við erum gríðarlega stolt hjá Já að geta boðið notendum appsins upp á þessa þjónustu, en appið hefur verið sótt 110 þúsund sinnum og úr því eru hringd um 30 þúsund símtöl í hverri viku,“

Já.is-appið er gefið út fyrir iOS og Android og er hægt að nálgast það án endurgjalds.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK