WOW tekur flugið til Cork

WOW air hefur áætlunarflug til Cork á Írlandi næsta vor en í boði verða fjórar ferðir í viku. Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista en þar er vísað til heimasíðu WOW  segir að í boði  verða fjórar ferðir í viku og kosta ódýrustu farmiðarnir 7.999 krónur í vor og haust en 12.999 í júlí og ágúst. Við farmiðaverðið bætast svo bókunargjöld og eins þarf að borga undir innritaðan farangur.

Írsku flugfélögin horfa ennþá ekki til Íslands

Forsvarsmenn Ryanair, stærsta lággjaldaflugfélags Evrópu, sýndu Íslandsflugi áhuga fyrir nokkrum árum og könnuðu meira að segja aðstæður á Akureyri líkt og Túristi greindi frá. Félagið hefur hins vegar einbeitt sér að vexti á meginlandi Evrópu í stað þess að hefja flug til Íslands. Það sama er upp á teningnum hjá Aer Lingus sem er stórtækt í flugi yfir hafið og á í samkeppni við íslensku félögin í flugi til fjölmargra borga í N-Ameríku. Farþegar Aer Lingus í Cork þurfa hins vegar í dag að millilenda í Dublin ef þeir ætla að fljúga til Bandaríkjanna eða Kanada en með tilkomu WOW geta íbúarnir hins vegar líka flogið vestur um haf með viðkomu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK