Hagnaður TM minnkaði um 43% milli ára

Heildartekjur Tryggingamiðstöðvarinnar á þriðja ársfjórðungi ársins námu 4,37 milljörðum króna og var það aukning um 8% milli ára. Hagnaður tímabilsins minnkaði hinsvegar um 43%, fór úr 1,4 milljarði króna í 809 milljónir.

„Afkoma félagsins á þriðja ársfjórðungi var góð og nokkru betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munurinn liggur að mestu í betri afkomu af vátryggingastarfsemi. Vátryggingastarfsemin skilar mjög góðri afkomu annan fjórðunginn í röð en samsett hlutfall á þriðja ársfjórðungi var 86%. Uppsafnað samsett hlutfall ársins er því komið í 93% sem er talsvert betri árangur en við þorðum að vona í upphafi árs. Það er ljóst að þær aðgerðir sem félagið réðst í á þessu og síðasta ári eru að skila verulegum afkomubata. Fjárfestingatekjur fjórðungsins voru í takt við áætlanir og skila 2,1% ávöxtun. Uppsafnaðar fjárfestingatekjur ársins nema nú rúmum 2.000 m.kr. sem jafngildir 10,8% ársávöxtun,“ er haft eftir Sigurði Viðarssyni, forstjóra TM í tilkynningu.

Fjármunatekjur námu 546 milljónum króna sem jafngildir 2,1% ávöxtum fjáreigna. „Góð afkoma var af hlutabréfum, fasteignum og ríkisskuldabréfum. Á móti kemur að önnur verðbréf lækkuðu töluvert og styrking krónunnar hafði þau áhrif að gjaldeyrismunur var neikvæður um 137 milljónir króna,“ segir í tilkynningu.

Þar segir jafnframt að áætlaður hagnaður ársins sé rúmir þrír milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK