6% söluvöxtur hjá Högum

Bónus og Hagkaup eru í eigu Haga.
Bónus og Hagkaup eru í eigu Haga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hagnaður Haga á þriðja ársfjórðungi nam 2,16 milljörðum króna eða 5,3% af veltu félagsins. Vörusalan nam 40, 7 milljörðum og framlegðin var 24,6%. Söluvöxtur félagsins var 6% á tímabilinu.  

Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta, EBITDA nam 3,2 milljörðum króna en heildareignir samstæðunnar námu 30,2 milljörðum í lok tímabilsins.

Fastafjármunir voru 16,7 milljarðar króna og veltufjármunir 13,45 milljarðar. Þar af eru birgðir 4,88 milljarðar króna en birgðir voru 4,9 milljarðar ári áður.

Handbært fé félagsins nam 3,3 milljörðum í lok tímabilsins og eigið fé var 16,5 milljarðar.  

Eiginfjárhlutfall var 54,7% í lok tímabilsins.

Í afkomutilkynningu félagsins kemur fram að fyrstu sex mánuðir rekstrarársins hafi farið vel af stað og hefur hagnaður aukist milli ára en áætlanir gerðu ráð fyrir svipuðum hagnaði. Horfur næstu mánaða eru í takti við áætlanir, sem gera ráð fyrir sambærilegri niðurstöðu og á fyrra ári.

Þar segir jafnframt að verslanir Bónus og Hagkaups hafi á árinu skilað tæplega 100 milljónum króna til viðskiptavina sinna í formi lægra vöruverðs í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæta gjaldtöku ríkissjóðs á innfluttum landbúnaðarvörum.  „Viðskiptavinir félagsins munu áfram njóta lægra verðs á vörum sem dómurinn nær til, þar til allri upphæðinni hefur verið skilað í formi lægra vöruverðs,“ segir í afkomutilkynningu Haga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK