Seldu meira bensín en í fyrra

Í afkomutilkynningu segir að aukning í framlegð félagsins skýrist að …
Í afkomutilkynningu segir að aukning í framlegð félagsins skýrist að mestu af auknum umsvifum á einstaklingsmarkaði og bílaþjónustu. mbl.is/Hjörtur

Rekstrarhagnaður N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1,47 milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins miðað við 1,1 milljarð á sama tímabili 2015.

Framlegð af vörusölu jókst um 13,2 % á ársfjórðungnum en í afkomutilkynningu félagsins er það tengt við að umferð á þjóðvegum landsins hafi aukist um 9,1% á þriðja ársfjórðungi ársins samanborið við sama tíma í fyrra.

Selt magn af bensíni og gasolíu jókst um 8,9% á milli ára. Eigið fé var 8,54 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 39,6% í lok þriðja ársfjórðungs.

Aukin umsvif á einstaklingsmarkaði

Í afkomutilkynningu segir að aukning í framlegð félagsins skýrist að mestu af auknum umsvifum á einstaklingsmarkaði og bílaþjónustu. Óhagstæð þróun var á heimsmarkaðsverði olíu á þriðja ársfjórðungi 2015 sem hafði neikvæð áhrif á framlegð en heimsmarkaðsverð á bensíni lækkaði um 31%  og díselolía lækkaði um 19% á sama tímabili. Á þriðja ársfjórðungi 2016 var óveruleg hækkun á bensíni og díselolíu á heimsmarkaði. Samningsbundnar launahækkanir skýra að mestu hærri launa- og starfsmannakostnað á þriðja ársfjórðungi 2016 miðað við sama tímabil 2015 ásamt fjölgun stöðugilda vegna aukinna umsvifa á einstaklingsmarkaði.

Umsvif í eldsneytissölu á einstaklingsmarkaði jukust á milli tímabila sem tengist að mestu aukinni umferð samfara auknum fjölda ferðamanna á milli ára. Velta annarra vara jókst um 8,7% á ársfjórðungnum ef horft er til sama tímabils á árinu 2015 en aukningin skýrist einnig af auknum umsvifum á einstaklingsmarkaði og í bílaþjónustu. Framlegð annarra vara jókst um 9,6% en aukning í framlegð skýrist af breyttri sölusamsetningu þriðja ársfjórðungi 2016 miðað við sama tímabil í fyrra.

Órói á olíumörkuðum

Samningsbundnar launahækkanir skýra að mestu hærri launa- og starfsmannakostnað á þriðja ársfjórðungi 2016 miðað við sama tímabil 2015 ásamt fjölgun stöðugilda. Meðalfjöldi starfsmanna umreiknaður í heilsársstörf á tímabilinu var 597 en var 582 á sama tíma í fyrra en fjölgun stöðugilda er vegna aukinna umsvifa á einstaklingsmarkaði.

Í afkomutilkynningunni kemur fram að órói á olíumörkuðum muni valda sveiflum á framlegð og fjárbindingu en áfram er gert ráð fyrir áframhaldandi fjölgun erlendra ferðamanna á milli fjórða ársfjórðungi 2015 og 2016.

Innlendar kostnaðarhækkanir munu hafa áhrif á reksturinn þrátt fyrir lága verðbólgu Í ljósi afkomu á fyrstu 9 mánuðum ársins gerir félagið nú ráð fyrir að EBITDA ársins 2016 verði 3.500 – 3.600 milljónir króna. Sú spá byggir á því að olíuverð verði tiltölulega stöðugt og að gengi USD/ISK verði í kringum 115.

Markaðsvirði félagsins í lok september nam 26,5 milljörðum króna og hluthafar voru 1.168.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK