Svara engu um lyfjaverslanirnar

Eignasafnið fer með fullnustueignir Seðlabankans fyrir hans hönd.
Eignasafnið fer með fullnustueignir Seðlabankans fyrir hans hönd. mbl.is/Ómar Óskarsson

Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri Eignasafns Seðlabanka Íslands, sem stofnað var til að halda utan um og stýra kröfum og fullnustueignum í fórum Seðlabankans, neitar að svara spurningum Morgunblaðsins um tilurð þess að ESÍ eignaðist að fullu lyfjaverslanakeðju í Úkraínu á árinu 2014, sama ár og stríð braust út í landinu.

Fjárfestingin hefur leitt af sér að minnsta kosti 250 milljóna króna tap fyrir Seðlabanka Íslands en rekstur lyfjaverslananna hefur verið færður milli dótturfélaga bankans á síðustu árum. Í dag eru rekstrarfélög lyfjaverslananna skráð sem bein eign ESÍ en þó utan samstæðureiknings félagsins.

Í fréttaskýringu  um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir, að svör Hauks einskorðist við þá staðreynd að ESÍ var meðal stærstu kröfuhafa í EA fjárfestingarfélagi, sem stofnað var í kringum slitameðferð gamla MP banka. EA fjárfestingarfélag var tekið til slitameðferðar árið 2012 en þá voru fyrrnefndar lyfjaverslanir í eigu þess félags.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK