Samsung stefnir á bílamarkaðinn

AFP

Samsung Electronics ætlar að kaupa bandaríska tæknifyrirtækið Harmann International Industries á 8 milljarða Bandaríkjadala. Kaupin á bandaríska fyrirtækinu eru liður í aðgerðum fyrirtækisins í að komast inn á ört vaxandi markað fyrir tæknifyrirtæki í bílaframleiðslu.

Stjórn Samsung, en fyrirtækið er stærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum, hefur samþykkt kaupin en greitt verður fyrir Harmann með reiðfé. Þetta er stærsti kaupsamningur sem Samsung hefur gert.

Harman framleiðir hljóðkerfi, net- og afþreyingarkerfi fyrir bílaframleiðendur eins og General Motors og Fiat Chrysler.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK