Rannsóknir eru eins og listirnar

Halldór Guðfinnur Svavarsson, dósent við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík, en hluti af starfinu felst í rannsóknarvinnu í Bláa lóninu sem hann fullyrðir að sé einstök á heimsvísu. „Þessi hráefni sem lónið er að eiga við eru söltin og það er kísillinn í vatninu og svo er það þörungaræktun. Bláa lónið ræktar örþörunga til nota í húðvörurnar sínar og það hefur mikil vinna farið í að bæta vaxtarskilyrði þörunganna.“

Halldór hefur bæst í hóp Fagfólksins á mbl.is sem er unnið í samstarfi við SI þar sem skyggnst er inn í líf fólks sem starfar í iðnaði á Íslandi.

Sérstaklega segir hann merkilegt að nú hafi verið fundin leið til að fóðra þörungana á útblástursgasi. Koldíoxíði sem kemur frá orkuvers HS-Orku í nágrenninu.

Sérstöðu þessa verkefnis sem Halldór hefur unnið að í um áratug segir hann vera hversu langt það sé komið. „Við erum komin með fulla framleiðslu sem gagngert nýtir þetta og mér vitanlega er ekki til neitt slíkt í heiminum,“ segir Halldór en hann segir rannsóknarvinnuna gefa starfi sínu mikið gildi.

„Maður þarf dálítið að vera eins og listamaður, ef þú ætlar að birta niðurstöður þá þarftu að vera með eitthvað nýtt. Þú getur ekki endurtekið það sem aðrir hafa gert og að því leytinu til er þetta mjög skapandi starf.“ Til marks um árangur af starfinu segir Halldór að sér og samstarfsmönnum sínum hafi tekist að birta þónokkrar greinar í vísindatímaritum sem sé ákveðinn gæðastimpill á rannsóknirnar.

Reynslubolti í karate

Halldór hefur æft karate í 35 ár, keppti mikið og var um nokkurra ára skeið landsliðsþjálfari. Hann hefur tekið að sér að kenna nokkrum starfsmönnum við Háskólann í Reykjavík íþróttina í aðstöðu sem búið er að koma upp í húsinu.

Karate segir hann vera afar krefjandi íþrótt. „Ég veit ekki um neitt sport sem reynir svona mikið alhliða á líkamann,“ þá segist hann hafa fljótt komist að því að einstaklingsgreinar ættu betur við hann en aðrar. „Ég lít á þetta sem köllun, það er orðið „budo“ eða vegur. Mín köllun, minn vegur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK