Senda samninganefnd til Íslands

Utanríkisráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að gripið hafi …
Utanríkisráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að gripið hafi verið til laga­legra aðgerða gegn keðjunni og sagði í tilkynningu að fyrirtækið hefði um ára­bil beitt sér gegn því að ís­lensk fyr­ir­tæki gætu auðkennt sig með upp­runa­landi sínu við markaðssetn­ingu á vör­um sín­um og þjón­ustu í Evr­ópu. mbl

Breska verslunarkeðjan Iceland Foods mun senda sérstaka samninganefnd hingað til lands í vikunni sem mun freista þess að ná sáttum við íslensk stjórnvöld.

Utanríkisráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að gripið hafi verið til laga­legra aðgerða gegn keðjunni og sagði í tilkynningu að fyrirtækið hefði um ára­bil beitt sér gegn því að ís­lensk fyr­ir­tæki gætu auðkennt sig með upp­runa­landi sínu við markaðssetn­ingu á vör­um sín­um og þjón­ustu í Evr­ópu. 

Fyrri frétt mbl.is: Ísland í mál við Iceland

Samkvæmt frétt The Guardian eru stjórnendur Iceland Foods að reyna að ná fundi með Lilju Alfreðsdóttur, utanríkisráðherra Íslands, án tafar og er tilgangurinn sagður vera að leggja fram „uppbyggilegar tillögur“ sem gætu leyst málið svo að keðjan og landið getið „lifað saman í friði“.

„Við skráðum fyrirtækið okkar undir nafninu Iceland árið 1970 og …
„Við skráðum fyrirtækið okkar undir nafninu Iceland árið 1970 og höfum lifað í sátt og samlyndi með Íslandi allar götur síðan. Þau hafa ekki haft samband við okkur varðandi vörumerkjaskráninguna síðan 2012,“ er haft eftir eiganda Iceland Foods. mbl.is/Hjörtur

Vitnað er í stofnanda og framkvæmdastjóra Iceland Foods, Malcolm Walker, sem segist vona að jákvæð og fljótleg niðurstaða verði í málinu. Lagaráðgjafi fyrirtækisins, Duncan Vaughan, fer fyrir samninganefndinni næstu daga en Walker verður ekki með í för.

„Við skráðum fyrirtækið okkar undir nafninu Iceland árið 1970 og höfum lifað í sátt og samlyndi með Íslandi allar götur síðan. Þau hafa ekki haft samband við okkur varðandi vörumerkjaskráninguna síðan 2012,“ segir Walker. „Við viljum ekki standa í veginum svo að Ísland geti notað þeirra eigið nafn til þess að koma vörum sínum á framfæri, svo lengi sem því er ekki ruglað saman við okkar starfsemi. Ég er viss um að það sé hægt að komast að samkomulagi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK