Hjálpi bankanum að ná sér á strik

Bankastjóri Landsbankans hefur hætt störfum.
Bankastjóri Landsbankans hefur hætt störfum. mbl.is/Kristinn

„Ég tel að með þessu sé verið að stíga skref til að hjálpa bankanum að ná sér á strik aftur,“ segir Lárus L. Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar, spurður hvort hann telji Steinþór Páls­son, banka­stjóra Landsbankans, axla ábyrgð á Borgunarmálinu með því að láta af störfum. 

Bankaráð Lands­bank­ans og Steinþór komust að sam­komu­lagi fyrr í dag um að hann láti af störf­um hjá bank­an­um. 

Lárus L. segist virða þessa ákvörðun hans sem sé tekin af báðum aðilum. 

Steinþór hef­ur verið banka­stjóri frá 1. júní 2010 en Hreiðar Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri fjár­mála og staðgeng­ill banka­stjóra, hef­ur tekið við stjórn bank­ans. Staða banka­stjóra verður aug­lýst svo fljótt sem verða má.

Frétt mbl.is: Steinþór hættur hjá Landsbankanum

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslunnar. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK