Hraðpeningar gjaldþrota

Hraðpeningar veittu svokölluð smálán til almennings.
Hraðpeningar veittu svokölluð smálán til almennings. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Smálánafyrirtækið Hraðpeningar hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu í dag. Félagið var eitt fjölmargra sem veittu smálán, en undanfarin ár fengu félögin ítrekað á sig sektir vegna brota á lögum um neytendalán.

Þetta er annað smálánafyrirtækið sem fer á hausinn á stuttum tíma, en í lok september var tilkynnt um að Smálán hefði einnig verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Hraðpeningar er eitt af þremur dótturfélögum sem var í eigu Neytendalána ehf., en hin félögin voru Múla og 1909. Í nóvember í fyrra ákvað Neytendastofa að Neytendalán þyrftu að greiða 250 þúsund krónur í dagsektir vegna þess að ekki var farið að lögum um neytendalán með útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar. 

Í febrúar á þessu ári ákvað Neytendastofa svo að Neytendalán skyldi borga 20 þúsund krónur á dag þangað til bætt væri úr upplýsingagjöf á vefsíðum félaganna þriggja. Þann 16. nóvember á þessu ári sektaði Neytendastofa svo Neytendalán um 2,4 milljónir vegna brota á lögum um neytendalán með kostnaði og upplýsingagjöf um lán.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK