BYKO segir dóminn óskiljanlegan

BYKO segir dóminn óskiljanlegan.
BYKO segir dóminn óskiljanlegan.

Forsvarsmenn BYKO segja að ákvörðun Hæstaréttar Íslands um að snúa við niðurstöðu héraðsdóms um meint verðsamráð á byggingavörumarkaði valdi bæði undrun og vonbrigðum.

Frétt mbl.is: Í fangelsi fyrir verðsamráð

Í tilkynningu segja þeir dóminn óskiljanlegan og telja líklegt að hann muni auka á umræður í samfélaginu um vinnubrögð og niðurstöður í Hæstarétti Íslands.

BYKO segist frá upphafi hafa haldið fram sakleysi sínu gagnvart ásökunum um ólögmætt verðsamráð og fyrirtækið hafi staðið þétt við bak þeirra starfsmanna sem ákærðir voru og hafa nú verið dæmdir.

Tilkynningin í heild sinni:

Ákvörðun Hæstaréttar um að snúa við afdráttarlausri niðurstöðu fjölskipaðs héraðsdóms um meint verðsamráð á byggingavörumarkaði veldur bæði undrun og vonbrigðum. Úrskurðurinn sem settur er fram á yfir 50 blaðsíðum virðist vera nýr dómur en ekki endurmat á dómi í héraði. Þessi niðurstaða gengur einnig þvert á anda þeirrar ákvörðunar Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að lækka sektargreiðslur Samkeppniseftirlitsins gagnvart BYKO um 90%. Dómurinn er að mati BYKO óskiljanlegur og ekki er ósennilegt að hann verði til þess að auka enn frekar umræður í samfélaginu um vinnubrögð og niðurstöður í Hæstarétti á undanförnum misserum og árum.

Niðurstaða fjölskipaðs héraðsdóms í apríl árið 2014 var með einni undantekningu að sýkna alla sakborninga af öllum ákæruatriðum. Dómurinn taldi gögn málsins sýna það með óyggjandi hætti að verðsamkeppni á byggingavörumarkaðnum væri mikil. Orðrétt sagði í niðurstöðum héraðsdóms: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni, en ekki verðsamráð.“

BYKO hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu gagnvart hvers kyns ásökunum um ólögmætt verðsamráð og fyrirtækið hefur sömuleiðis staðið þétt við bak þeirra starfsmanna sem ákærðir voru og nú hafa verið dæmdir. Á því verður engin breyting.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK