Framsetning á vefnum skiptir máli

95 manns mættu í morgun á morgunverðarfund Kompaní, sem er viðskiptaklúbbur Morgunblaðsins og mbl.is. Kompaní heldur 4-5 slíka fundi á ári og í morgun var fjallað um uppsetningu heimasíðna, hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast.

Díana Dögg Víglundsdóttir, deildarstjóri hugbúnaðar- og veflausna hjá Premis, fór yfir hvaða leiðir fyrirtæki geta farið til þess að verða sýnilegri á netinu. Sýndi hún fram á mikilvægi þess að líta vel út í því viðskiptaumhverfi sem er í dag, ekki bara að varan og þjónustan sé í lagi heldur einnig framsetningin á vefnum.

Díana fræddi gesti um hverjar áherslurnar á vefnum eigi að vera, fyrir hvern vefurinn eigi að vera og fyrir hvaða markhóp.

Mikil ánægja var með fyrirlesturinn og skapaðist góð stemning yfir umræðum um lendingarsíður og hvernig best er að haga þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK