Má ekki heita Sushisamba

mbl.is/Þórður

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem hafði komist að þeirri niðurstöðu að veitingastaðurinn Sushisamba í Þingholtsstræti í Reykjavík mætti heita því nafni. Málinu var vísað til nefndarinnar af Samba LLC, eiganda vörumerkisins sushisamba í nokkrum löndum. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður staðfest úrskurðinn.

Frétt mbl.is: Sushisamba má heita Sushisamba

Fram kemur í dómi Hæstaréttar að Samba LLC hafi ekki sýnt fram á að merki félagsins hefði verið alþekkt hér á landi í skilningi laga um vörumerki. Hins vegar hefði félagið sannað með óyggjandi hætti að Sushisamba ehf. hefði vitað eða mátt vita um tilvist vörumerkisins þegar það félag hafi fengið merki sitt skráð hér á landi. 

Ekki þótti skipta í því sambandi þótt tilgangur Sushisamba ehf. með skráningunni hafi ekki eingöngu verið að hindra aðgang Samba LLC að íslenska markaðinum eða hagnast fjárhagslega á því þar sem í skráningunni hefði í raun falist hindrun fyrir erlenda félagið að opna veitingastað hér á landi undir eigin vörumerki. 

Líta yrði í því sambandi til þeirra víðtæku lagalegu verndar sem Samba LLC hefði aflað vörumerki sínu. Því hafi úrskurður áfrýjunarnefndarinnar verið felldur úr gildi sem og skráning vörumerkisins hér á landi. Sushisamba ehf. var jafnframt gert að greiða Samba LLC endurgjald upp á 1,5 milljón króna vegna hagnýtingar merkisins.

Þá var viðurkennt að Sushisamba ehf. væri óheimilt að nota vörumerkið í veitingarekstri sínum, á bréfhausum, í kynningum, á heimasíðu sinni eða á annan sambærilegan hátt. Félaginu var ennfremur gert að greiða Samba LLC 2 milljónir króna í málskostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK