Mikill léttir fyrir HS Orku

Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku.
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku. Ljósmynd/Oddgeir

Ef HS Orka hefði ráðist í stækkun á núverandi virkjunum sínum hefði fyrirtækið þurft að selja Norðuráli raforkuna á verði sem hefði ekki verið hagkvæmt. Með úrskurði gerðardóms hefur samningurinn aftur á móti verið felldur úr gildi. Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku segir mjög ánægður með niðurstöðuna og hún styrki framtíðaráform fyrirtækisins. „Þetta er mikill léttir og skýrari framtíðarsýn,“ segir hann i samtali við mbl.is.

Frétt mbl.is: Þurfa ekki að selja Norðuráli orku

Málið byggir á því að árið 2007 er samið um orkusölu til álversins í Helguvík sem Norðurál var með í burðarliðnum. Ásgeir segir að ekki hafi gengið eftir að byggja upp það sem þeir hafi viljað og ekki heldur hjá HS Orku. Árið 2010 fór Norðurál svo í mál við HS Orku og var dæmt í því árið 2011. Kom þar fram að samningurinn væri enn í gildi og að enginn hafi reynt að skemma hann. HS Orka hóf svo það mál sem nú kláraðist í júlí 2014. Úrskurðurinn er að sögn Ásgeirs lokaniðurstaða í málinu.

Orkan sem samið hafði verið um að selja var orka sem stóð til að sækja í nýjum virkjunum eða með stækkun núverandi virkjana. „Ef við hefðum stækkað orkuver í dag hefðum við þurft að selja til Helguvíkur og með samningi sem hefði verið mjög óhagstæður,“ segir hann og bætir við: „Þetta einfaldar og skýrir myndin og þessi kvöð er nú frá.“

Orkuverðið í samningnum var tengt við álverð eins og hafði áður viðgengist. Segir Ásgeir að til að setja málið í samhengi væri álverð í dag um helmingurinn af því sem reiknað var með þegar samningurinn var gerður árið 2007. Þannig hafi uppbygging fyrir HS Orku ekki verið hagkvæm.

Ásgeir segir að í dag sé vöntun á raforkumarkaði, en að flutningsgetu skorti í kerfið. Segir hann eftirspurnina aðallega drifna af almennum markaði, gagnaverum, almennum iðnaði og kísilverum. Nefnir hann sem dæmi að mikil fjölgun hótela kalli á talsvert rafmagn.

Svartsengi orkuver HS Orku.
Svartsengi orkuver HS Orku. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK