87 færslur á sekúndu þegar mest var

Svarti föstudagurinn í Elko.
Svarti föstudagurinn í Elko. mbl.is/Árni Sæberg

Kortavelta Valitor jókst um 21,4% á Íslandi þegar að „Black Friday“-helgin gekk yfir nú fyrir um viku síðan. Svarti föstudagurinn, ásamt helginni allri, er orðin langstærsta viðskiptalota Valitor. Hún hefst á föstudegi og stendur fram á mánudag sem nefnist „Cyber Monday“ eða Netmánudagur.

Um 83%  viðskipta Valitor um helgina voru í Evrópu, þ.e. Bretlandseyjum og Norðurlöndum og 17% hér heima. Þessi helgarviðskipti Valitor hafa aukist um 110% í heildina frá því í fyrra. Í tilkynningu Valitor segir að um er að ræða gríðarlegt færslumagn í rauntímavinnslu og mældust 87 færslur á sekúndu þegar mest var.

Vöxturinn í Evrópu nam 160% en  vöxtur hér heima var 21.4% eins og fyrr segir.  Stærstu vöruflokkarnir eru föt, raftæki, bækur, íþróttavörur og hvers kyns gjafavörur. Í Evrópu voru  95% viðskiptanna í gegnum netverslun.

Kortafærslur hjá Valitor á Íslandi.
Kortafærslur hjá Valitor á Íslandi. Valitor

„Það er auðvitað bæði skemmtileg og risastór áskorun að takast á við svona mikið álag á kerfi félagsins, sérstaklega að færsluhirða þennan aragrúa af vefgreiðslum en alls fóru 1,5 milljónir færslna í gegnum okkar kerfi bara á föstudeginum.  Undirbúningurinn tók  margar vikur og reyndi mjög á hæfni og reynslu starfsfólks okkar,“ er haft eftir Viðari Þorkelssyni, forstjóra Valitor í tilkynningunni.

Það skal tekið fram að í báðum gröf­un­um frá Valitor er ekki að finna nafn­töl­ur yfir sölu held­ur lýsa þau hlut­falls­breyt­ingu milli ára.

Erlendar kortafærslur Valitor frá svörtum föstudegi til netmánudags.
Erlendar kortafærslur Valitor frá svörtum föstudegi til netmánudags. Valitor
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK