Gera ráð fyrir hagnaði upp á 71 milljón

Frá Dalvík.
Frá Dalvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Heildatekjur Dalvíkurbyggðar eru áætlaðar um 2,048 milljarðar á næsta ári sem er um 87 milljóna hækkun milli ára. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir næsta ár sem var samþykkt í síðustu viku með sjö samhljóða atkvæðum. Þá var þriggja ára áætlun, fyrir árin 2018-2020 einnig samþykkt.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum verður skuldaviðmið 87,6% árið 2017. Ef áætlanir þriggja ára áætlunar til 2020 ganga eftir verður skuldahlutfallið komið í 75,5%.

Útsvarsprósenta verður óbreytt á milli ára eða 14,52%. Áætlað er að skatttekjur Dalvíkurbyggðar hækki um 48 milljónir króna milli áranna 2016 og 2017 og gert er ráð fyrir 12,6 milljón króna hækkun á framlögum frá Jöfnunarsjóði. Heildartekjur Dalvíkurbyggðar eru þannig áætlaðar eins og fyrr segir um 2,048 milljarðar árið 2017 sem er um 87 milljón króna hækkun tekna samstæðunnar á milli ára miðað við áætlanir.

Gert er ráð fyrir því að samstæða Dalvíkurbyggðar, þ.e. A og B hluti, verði rekinn með hagnaði upp á 71 milljón króna. Aðalsjóður verður rekinn með tapi upp á 27 milljónir króna og A hlutinn er rekinn með hagnaði upp á tæpar 20 milljónir króna. A og B hluti verða reknir með hagnaði árin 2018 – 2020.

Veltufé frá rekstri er áætlað um 301 milljón króna og handbært fé 287 milljónir króna. Veltufjárhlutfall verður 1,02 og eiginfjárhlutfall verður 0,56.

Á árinu 2016 var heimild til lántöku upp á 150 milljónir  sem ekki verður nýtt að fullu og á árinu 2017 er heimild til lántöku upp á 237 milljónir króna sem m.a. er tilkomin vegna framkvæmda við sundlaug og fyrirhugaðra hafnarframkvæmda. Afborganir langtímalána eru 123,5 milljónir króna árið 2016 og gert er ráð fyrir afborgun upp á 118 milljónir króna á árinu 2017 samkvæmt fjárhagsáætlun.

„Ef fyrirætlanir sveitarstjórnar um afkomu næstu ára ganga eftir er sveitarfélagið að nálgast þá stöðu að afkoma aðalsjóðs verði sjálfbær. Þá ætti að vera auðvelt að greiða upp á næsta kjörtímabili allar vaxtaberandi skuldir. Slíkt hefði í för með sér stórbætta afkomu sveitarfélagsins og miklu meiri möguleika til fjárfestinga og lækkunar á álögum á íbúana,“ segir í tilkynningu frá Dalvíkurbyggð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK