Gerði allt sem í valdi félagsins stóð

Kís­il­járnsver United Silicon í Helgu­vík.
Kís­il­járnsver United Silicon í Helgu­vík.

United Silicon segir að fyrirtækið hafi gert allt, sem í valdi félagsins stóð, til að tryggja að undirverktakinn Metal Mont fylgdi öllum lögum og reglum á íslenskum vinnumarkaði. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá United Silicon í tengslum við umfjöllun Morgunblaðsins.

Blaðið greindi frá því í gær, að for­svarsmaður pólska verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Metal Mont, sem m.a. vann að upp­bygg­ingu kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík, hafi gert for­stjóra Ístaks til­boð á dög­un­um í nafni ann­ars verk­taka­fyr­ir­tæk­is sem hef­ur sama aðset­ur og Metal Mont í borg­inni Czestochowa í suður­hluta Pól­lands.

Vegna fréttaflutningins vill United Silicon koma eftirfarandi á framfæri:

„United Silicon hf. lagði sig fram við að tryggja að undirverktakinn færi í einu og öllu að íslenskum lögum og allt væri gert samkvæmt kjarasamningum. United Silicon hf. hafði frumkvæði að því að undirverktakinn uppfyllti örugglega þær reglur sem gilda á íslenskum vinnumarkaði og fól lögmanni sínum að tryggja að samningarnir væru í lagi og svo var gert.

Í því sambandi voru ráðningarsamningar undirverktakans við starfsmenn sína sendir til Vinnumálastofnunar, sem staðfesti að samningarnir væru í lagi og launaákvæði þeirra uppfylltu kjarasamninga Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins, sem félagið er aðili að.

Eftir athugun Vinnumálastofnunar, sem fór fram á árinu 2015, gerði undirverktakinn nokkrar breytingar á ráðningarsamningum starfsmannanna sinna, svo þeir uppfylltu öll ákvæði íslenskra kjarasamninga.

United Silicon hf. gerði því allt, sem í valdi félagsins stóð, til að tryggja að undirverktakinn fylgdi öllum lögum og reglum á íslenskum vinnumarkaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK