Afar óbilgjarnar ásakanir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Alþýðusamband Íslands sakar formann Neytendasamtakanna, Ólaf Arnarson, um óbilgirni. Það sé sorglegt að formaður Neytendasamtakanna ráðist gegn Alþýðusambandinu eins og hann hafi gert í viðtali í Ríkisútvarpinu í morgun.

Kemur þetta fram í tillkynningu á heimasíðu ASÍ. Ólafur sagði í viðtalinu í morgun að honum þætti rétt að Neytendasamtökin tækju yfir verðlagseftirlit ASÍ til að tryggja að framkvæmd og stjórn verðkannana sé hafin yfir allan vafa. 

Ólafur sagði að ASÍ, ásamt Samtökum atvinnulífsins, stýrðu öllum lífeyrissjóðum landsins sem séu hluthafar í markaðsráðandi fyrirtækjum á dagvörumarkaði. 

„Þessar ásakanir formannsins um óhlutdrægni verðlagseftirlitsins eru afar óbilgjarnar því öllum sem kynna sér málið ætti að vera ljóst að Alþýðusamband Íslands hefur aldrei haft neina aðkomu að því að skipa fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða hér á landi,“ segir í svari ASÍ vegna málsins.

„Þó að lífeyriskerfi almenns launafólks hafi orðið til með kjarasamningum árið 1969 hefur aðkoma ASÍ að uppbyggingu kerfisins einungis verið á grundvelli almennra hagsmuna og réttinda launafólks í lífeyrismálum. Það er því fjarri sannleikanum að fullyrða, að Alþýðusambandið stýri lífeyrissjóðunum og enn langsóttara að tilvist lífeyriskerfisins valdi því að sambandið sé óhæft til sinna verðlagseftirliti í verslunum til að upplýsa og verja kaupmátt félagsmanna sinna,“ segir enn fremur.

Yfirlýsingu ASÍ má lesa í heild sinni hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK