Hækkaði um 14% á þremur dögum

Khalid al-Falih, orkuráðhera Sádi-Arabíu, mætir á fund OPEC-ríkjanna í Vín …
Khalid al-Falih, orkuráðhera Sádi-Arabíu, mætir á fund OPEC-ríkjanna í Vín á miðvikudaginn. AFP

Verð á hráolíu hafði við lok markaða á föstudaginn hækkað um 14% á þremur dögum. Á miðvikudaginn í síðustu viku greindu OPEC ríkin frá samkomulagi sínu um að minnka olíuframleiðslu í fyrsta skipti í átta ár. Við lok markaða á föstudaginn í Bandaríkjunum kostaði tunnan 51,68 Bandaríkjadali og hefur verðið ekki verið hærra í sautján mánuði.

Ákvörðun OPEC-ríkjanna markar þáttaskil í olíuverðstríði Sádi-Araba við Bandaríkin sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Fjárfestar gera ráð fyrir því að með því að minnka magn olíu í heiminum muni verð á efninu loksins hækka eftir þó nokkra lægð síðustu misseri. Þó eru uppi efasemdir um að OPEC-ríkin nái að komast að samkomulagi um minni framleiðslu.

Á miðvikudaginn, rétt áður en fulltrúar ríkjanna funduðu, lækkaði olíuverð töluvert en hækkaði aftur og er hækkunin sú mesta á einni viku í rúm fimm ár.

Í febrúar hafði olíuverð ekki verið lægra í þrettán ár þegar verðið fór niður í 26 Bandaríkjadali á tunnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK