Stefnt að útgáfu á nýju ári

Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi Hrafnsson. mbl.is/Árni Sæberg

Reykjavík, Hafnarfjörður, Garðabær og Kópavogur vikublöð hafa ekki komið út síðan í júní. Útgáfu þeirra hefur þó ekki verið hætt en það staðfestir Björn Ingi Hrafnsson í samtali við mbl.is.

Björn Ingi er eigandi Vefpressunnar en á síðasta ári keypti útgáfufélagið tólf vikublöð. Samkvæmt honum hafa ekki fundist auglýsingasölumenn til að selja í blöðin og er það ástæða þess að þau hafa ekki komið út síðan í sumar. 

Hann sagði að blöðin myndu koma út þegar búið væri að gera viðeigandi ráðstafanir. „Stefnt er að útgáfu blaðanna á nýju ári,“ sagði Björn Ingi.

Samkeppnin sé hörð og menn vilji frekar bíða með útgáfuna en að tapa á henni. Ekkert starfsfólk sé í fastri vinnu á áðurnefndum blöðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK