Ekki áfellisdómur yfir verðlagskönnunum ASÍ

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna.
Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Golli

Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, segir að það sé enn sín skoðun að betra væri að verðlagskannanir væru í höndum Neytendasamtakanna en ekki Alþýðusambands Íslands.

Þetta kemur fram í svarbréfi Ólafs við grein ASÍ sem birtist á heimasíðu þess í gær. ASÍ sakaði Ólaf um óbilgirni og sagði sorglegt að hann væri að ráðast gegn ASÍ.

Frétt mbl.is: Afar óbilgjarnar ásakanir

Ólaf­ur sagði í viðtal­i á Ríkisútvarpinu í gærmorgun að hon­um þætti rétt að Neyt­enda­sam­tök­in tækju yfir verðlags­eft­ir­lit ASÍ til að tryggja að fram­kvæmd og stjórn verðkann­ana sé haf­in yfir all­an vafa. 

Ítrekar Ólafur í bréfi sínu í dag að í því felist ekki áfellisdómur yfir framkvæmd kannana hjá ASÍ. Neytendasamtökin lýsa vilja sínum til samstarfs við ASÍ og aðra um að koma verðkönnunarmálum í sem best horf til að gagn verði af fyrir neytendur í landinu og samkeppni, neytendum til hagsbóta. Neytendasamtökin hafa átt ágætt samstarf við ASÍ í ýmsum málum og vonandi verður svo áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK