Lækkar verð á innfluttum jólatrjám

Verð á innfluttum jólatrjám lækkar í Blómavali.
Verð á innfluttum jólatrjám lækkar í Blómavali. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blómaval hefur ákveðið að lækka verð á innfluttum jólatrjám vegna styrkingar íslensku krónunnar. Danskur normannsþinur, sem lengi hefur verið vinsælasta jólatréð á Íslandi, mun í ár lækka í verði um 11-15% í verslunum Blómavals.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blómavali. Þar kemur fram að Blómaval skili hagstæðara innkaupsverði vegna gengisþróunar til viðskiptavina sinna.

Enn fremur kemur fram að áætla megi að um 30-35 þúsund innflutt jólatré séu seld á Íslandi ár hvert og 10-15 þúsund íslensk tré. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK